„HACCP“ - hreinlæti og örugg meðferð matvæla

Rétt meðferð matvæla er mikilvæg til að tryggja öryggi og heilsu neytenda.

Á þessu námskeiði, sem byggir á HACCP kerfinu (hét áður GÁMES og stendur fyrir „Hazard Analysis Critical Control Point“), verður fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og þrif og þrifaáætlanir, persónulegt hreinlæti, vörumóttöku, meðferð hráefnis, geymslu og geymsluþol matvæla, kjarnhita, örverur og vöxt þeirra í matvælum, krossmengun og fleira.

Helstu efnistök násmkeiðsins eru:

Hættur við matvælaframleiðslu

  • Sjúkdómsvaldandi örverur
  • Efnamengun í matvælum
  • Aðskotahlutir
  • Ofnæmisvaldar

Meðferð matvæla og geymsla

  • Kæling – geymsla - kæliferilinn
  • Móttaka, hitastigsmælingar, skráningar og rekjanleiki
  • Krossmengun
  • Litamerkingar
  • Meðhöndlun matvæla Fyrirbyggjandi aðgerðir
  • Forvarnir
  • Fyrirbyggjandi viðhald
  • Birgjar – val á birgjum og kröfur til þeirra
  • Mælitæki - öryggi
  • Umgengni reglur
  • Þjálfun starfsfólks - þjálfunaráætlanir
  • Persónulegt hreinlæti
  • Þrif og þrifaáætlanir
  • Meindýr og meindýravarnir
  • Umbúðir og merkingar

Skipulag og ábyrgðarskipting

  • Skipurit
  • Starfslýsingar
  • Ábyrgð stjórnenda – gæðastefna
  • Hættugreining

Hæfniviðmið

Að auka þekkingu á hættum í matvælaframleiðslu og á innra eftirliti í eldhúsum sem byggja á HACCP kerfinu

Fyrirkomulag

Fyrirlestur. Hægt að skrá sig á staðnámskeið eða fjarnámskeið (í beinu streymi) með því að haka við "Ég vil skrá mig í fjarnám" í skráningarferlinu. 

Helstu upplýsingar

  • Tími
    13. febrúar 2025 kl. 14.00 - 17.30. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    3,5 klst.
  • Umsjón
    Elísabet Katrín Friðriksdóttir, matartæknir og gæðaráðgjafi, hefur m.a. setið í HACCP hópi
  • Staðsetning
    Hús fagfélaganna, Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldfell, 110 Reykjavík / Eða í fjarnámi (þá hakað við í skráningarferli)
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir öll sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt og verða að geta tryggt öryggi neytenda.
  • Gott að vita

    Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Iðan Fræðslusetri

  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
13.02.2025„HACCP“ - hreinlæti og örugg meðferð matvæla14:0017:30Elísabet Katrín Friðriksdóttir