Lestur launaseðla

Það er mikilvægt að geta farið yfir launaseðilinn sinn og skilið allt sem á honum er. Launaseðillinn er einnig staðfesting launafólks fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds til stéttarfélags.

Í fyrirlestrinum verður farið lið fyrir lið yfir allan launaseðilinn. Skoðaðir verða launaliðir, launatengd gjöld og ýmsir útreikningar.

Athugið að upptakan er fá því 21. mars 2024. Ekkert hefur breyst varðandi launaseðlana síðan þá nema upphæð persónuafsláttar hækkaði um áramótin úr 62.926 krónum á mánuði í 68.691 krónur. 

Hæfniviðmið

Að bæta árangur og auka öryggi við yfirferð launaseðla.

Fyrirkomulag

Fræðsluerindi á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.

Þegar skráningu er lokið fá þátttakendur aðgang að upptöku á fyrirlestri um lestur launaseðla. Leiðbeiningar verða sendar út um hvernig nálgast má upptökuna. Upptakan er aðgengileg í 4 vikur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    17. mars 2025. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Bjarney Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    6.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja auka öryggi sitt í yfirferð launaseðla, gengið er út frá launaseðli frá ríkisstofnun.
  • Mat
    Áhorf
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
17.03.2025Lestur launaseðla13:0014:00Bjarney Siguðrðardóttir