Styðjandi umhverfi fyrir trans fólk á vinnumarkaði
Staða trans fólks á vinnumarkaði - hverjar eru helstu áskoranirnar?
Rannsóknir á stöðu trans fólks hafa ítrekað sýnt fram á að trans fólk stendur frammi fyrir mörgum áskorunum í okkar samfélagi. Trans fólk sætir enn fordómum og mismunun á flestum stigum þjóðfélagsins fyrir það eitt að vera þau sjálf. Þrátt fyrir að vitað sé að trans fólk sé viðkvæmur hópur í samfélaginu, þá hefur staða trans fólks á vinnumarkaði lítið verið skoðuð í norrænu samhengi. Nýleg norræn rannsókn sem kom út fyrr á árinu er því bæði mikilvæg og gagnleg og varpar betur ljósi á þær hindranir sem trans fólk stendur frammi fyrir á vinnumarkaði.Í þessu fræðsluerindi verður farið yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar og reynsla trans fólks af vinnumarkaði skoðuð út frá henni. Einnig verður fjallað um hvernig megi bæta stöðu þeirra, auka inngildingu og skapa meira styðjandi umhverfi fyrir trans fólk á vinnumarkaði.
Hæfniviðmið
Að fræðast um stöðu trans fólks á vinnumarkaði og þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir
Að skilja hvaða kerfi og viðmið það eru sem valda þeirri mismunun sem þau upplifa
Að öðlast þekkingu til að skapa meira styðjandi og inngildandi vinnustaði fyrir trans fólk
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími13. janúar 2025, kl. 09.00 - 10.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd1 klst.
- UmsjónUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á ZOOM
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja skilja betur stöðu trans fólks í samfélaginu og læra leiðir til að skapa meira styðjandi umhverfi fyrir trans fólk á vinnumarkaðnum
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
13.02.2025 | Hverjar eru helstu áskoranirnar og hvernig getum við skapað meira styðjandi umhverfi? | 09:00 | 10:00 | Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir |