SSH | Meðhöndlun matvæla
Námskeiðið er sett upp til að tryggja aukinn skilning starfsfólks á sambýlum á meðhöndlun matvæla og matvælaöryggi.
Farið er í það hverjar hreinlætiskröfur eru til að lágmarka áhættu á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli og ógni með því heilbrigði og öryggi neytenda.
Farið er í eftirfarandi þætti:
Matvælaöryggi
Hverjar eru hættur sem tengjast matvælum. Hvar og hvernig á að verjast því að hætturnar komist í matvæli og þar með neytendur. Farið er yfir meðhöndlun og geymslu matvæla og einnig fjallað um þrif og umgengni matvæla.
Meðhöndlun og geymsla matvæla
Hvernig skal verjast því að fá utanaðkomandi smit í matvæli. Mikilvægi rétts hitastigs við matreiðslu, framreiðslu, kælingu og geymslu matvæla.
Hreinlæti
Mikilvægi þrifa og sótthreinsunar á umhverfi og áhöldum sem notuð eru við matreiðslu með sérstakri áherslu á hreinlæti og heilbrigði þeirra sem meðhöndla óvarin matvæli.
Ofnæmisvalda
Ýmis matvæli geta kallað fram ofnæmi. Fjallað er um hver helstu matvælin eru. Hvernig við bregðumst við og hvað við getum gert til að minnka líkur á slíkum tilfellum.
Umræður
Samantekt og spurningar.
Hæfniviðmið
Að auka skilning starfsfólks á sambýlum á meðhöndlun matvæla og matvælaöryggi.
Að þekkja til þeirra hreinlætiskrafna sem nauðsynlegar eru til að lágmarka áhættu á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.
Helstu upplýsingar
- Tími26. mars 2025, kl. 13.00 - 16.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- UmsjónGuðrún Sigurgeirsdóttir, matreiðslukennari í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík
- StaðsetningBSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNám ætlað starfsfólki sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes, Andrastöðum á Kjalarnesi og Ás Styrktarfélag
- Gott að vita
Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Andrastöðum á Kjalarnesi og Ás Styrktarfélag).
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
26.03.2025 | SSH | Meðhöndlun matvæla | 13:00 | 16:00 | Guðrún Sigurgeirsdóttir |