Fríhöfnin - Nýliðanámskeið - Sölutækni og þjónusta

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir tækni sem starfsfólk getur beitt til að hlusta vandlega á óskir viðskiptavina, fiska eftir réttu upplýsingunum og gleðja svo viðskiptavininn með því að benda vörur sem þeim henta. Fjallað verður um hvernig fást á við erfiða viðskiptavini og gefin góð ráð í samskiptum við erlenda gesti. 

Hæfniviðmið

Að þátttakendur átti sig á muninum á afgreiðslu og þjónustu

Að efla þjónustvitund og söluhæfni þátttakenda

Að efla fagmennsku þátttakenda í samskiptum sínum við viðskiptavini

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verklegar æfingar.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. maí kl. 13.00-16.00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Guðrún Snorradóttir
  • Staðsetning
    Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóa 4 í Reykjanesbæ.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Sumarstarfsfólk Fríhafnarinnar
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.05.2024Sölutækni og þjónusta 13:0016:00Guðrún Snorradóttir