Óvinnufærni, veikindaréttur, slysatryggingar, foreldra- og fæðingarorlof
Á námskeiðinu verða reglur um réttindi starfsfólks til launa vegna óvinnufærni teknar fyrir. Óvinnufærniskilyrðið er skoðað sérstaklega og farið yfir atriði eins og tilkynningarskyldu starfsmanns, læknisvottorð, rétt til launaðra fjarvista/veikindadaga, heimild til að vinna skert starf (hlutaveikindi) og skilyrði fyrir endurkomu í starf eftir lengri veikindi (starfshæfnisvottorð). Þá er fjallað um rétt til slysatryggingar vegna varanlegrar örorku og dánarbóta. Einnig verður fjallað um fæðingar- og foreldraorlof og ný lög um sorgarleyfi.
Hæfniviðmið
Að kunna skil á reglum um veikindarétt, sér í lagi þeim sem gilda um rétt til launaðra veikindafjarvista og nýtingu þeirra (talningu veikindadaga).
Að öðlast þekkingu og skilning á skilyrðinu um óvinnufærni og hugmyndafræði starfsendurhæfingar og mikilvægi virkni þegar unnið er með skerta starfsgetu.
Að þekkja þær reglur sem gilda um slysatryggingar og í hvaða tilvikum tjón á persónulegum munum starfsmanna er bætt.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími21. febrúar 2024 kl. 9:00 - 12:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónHalldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur hjá KMR
- StaðsetningNámskeiðið fer fram á Teams.
- TegundStreymi
- Verð18.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurLaunafulltrúar og þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Gott að vita
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
21.02.2024 | Óvinnufærni, veikindaréttur og slysatryggingar, fæðingar- og foreldrarorlof | 09:00 | 12:00 | Halldóra Friðjónsdóttir |