Viðbrögð stjórnenda við tilkynningu um EKKO á vinnustað

EKKO: Einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni, ofbeldi

Hvernig á stjórnandi að bregðast við tilkynningu um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi á vinnustað?
Á námskeiðinu er farið yfir þau lög og reglur sem gilda um félagslega vinnuumhverfið. Fjallað er um þá verkferla sem eiga að vera til staðar á vinnustað og hvernig stjórnendur eiga að bera sig að þegar upp koma samskiptavandamál eða tilkynnt er um atvik sem talist geta einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða ofbeldi.
Stjórnendur fá innsýn í dómaframkvæmd og þannig skýra sýn á þann ávinning sem skapast af því að hafa góða verkferla á vinnustaðnum og nauðsyn þess að stjórnendur þekki hvernig bregðast skal við þegar tilkynnt er um einelti, ofbeldi eða áreitni á vinnustaðnum.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Lögbundnar skyldur atvinnurekenda í tengslum við félagslega vinnuumhverfið.
  • Lágmarkskröfur sem gerðar eru í lögum til viðbragðsáætlana vinnustaðar.
  • Hvernig á stjórnandi að bregðast við tilkynningum um einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða ofbeldi?
  • Á stjórnandi að gera breytingar á starfsumhverfinu meðan mál er til skoðunar?
  • Hvenær getur atvinnurekandi orðið skaðabótaskyldur vegna eineltis- eða áreitnismáls á vinnustaðnum?
  • Hver á rétt á aðgangi að niðurstöðu í EKKO-máli?
  • Viðbrögð stjórnenda þegar niðurstaða liggur fyrir í EKKO máli.

Hæfniviðmið

Að verða betri stjórnandi

Að geta bætt vinnuumhverfi starfsfólks

Að geta beitt réttum viðbrögðum og takmarkað orðsporsáhættu

Að geta takmarkað hættu á skaðabótaskyldu fyrirtækis

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    26. september 2024 kl. 13.00 - 17.00. Skráningu lýkur 12. september kl.10.00
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður og eigandi hjá MAGNA Lögmönnum
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Stjórnendur, millistjórnendur og starfsfólk sem sinnir mannauðsmálum eða er með mannaforráð. Einnig mjög gagnlegt fyrir trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn vinnustaða.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst. 

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
26.09.2024Viðbrögð stjórnenda við tilkynningu um EKKO á vinnustað13:0017:00Unnur Ásta Bergsteinsdóttir