Gervigreind fyrir byrjendur
Kynning á nokkrum hagnýtum verkfærum
Viltu skilja hvað gervigreind er og hvernig þú getur nýtt hana á einfaldan og hagnýtan hátt? Þá er þetta námskeið fyrir þig.
Á þessu námskeiði færð þú kynningu á fjórum vinsælum gervigreindar (AI) verkfærum: ChatGPT, Perplexity, Gemini og NotebookLM. Við sýnum þér hvernig þessi tól geta hjálpað þér að leysa hin ýmsu verkefni, spara tíma og öðlast innsýn – hvort sem þú ert að vinna, læra eða bara svala forvitninni um tæknina.
Það sem verður kynnt:
• hvað gervigreind er og hvernig hún virkar
• hvernig á að nota ChatGPT til að fá svör, skrifa texta og fá hugmyndir
• hvernig Perplexity leitar og skýrir svör með heimildum
• hvernig Gemini getur hjálpað þér með Google-verkfæri
• hvernig NotebookLM vinnur með þínum eigin gögnum
Fyrir hverja?
Almenna notendur sem vilja byrja að nýta gervigreind á einfaldan hátt – engin tækniþekking nauðsynleg!
Hæfniviðmið
Að þekkja til gervigreindar og tengdra hugtaka
Að geta valið og nýtt mismunandi gervigreindartól í lífi og starfi
Að átta sig á mikilvægi þess að viðhalda gagnrýnni hugsun þegar unnið er með gervigreindartól
Að þekkja helstu styrkleika og takmarkanir núverandi gervigreindartækni
Fyrirkomulag
Sýnikennsla og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími14. maí 2025 kl. 9.00-11.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd2 klst.
- UmsjónHermann Jónsson, sérfræðingur í stafrænum málefnum
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð14.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll áhugasöm um gervigreind
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
14.05.2025 | Gervigreind fyrir byrjendur – kynning á nokkrum hagnýtum verkfærum | 09:00 | 11:00 | Hermann Jónsson |