Netöryggi á Íslandi

Netglæpir eru fylgifiskar fjórðu iðnbyltingarinnar og aukinnar stafvæðingar í þjónustu og viðskiptum. Einungis brot af þessum glæpum eru upprættir eða tilkynntir til lögreglu af ótta þeirra sem fyrir verða við álitshnekki eða annan ímyndarskaða.

Farið yfir eðli netglæpa og hvernig þeir birtast í daglegu lífi okkar, auk þess sem farið verður yfir helstu veikleika í starfsemi fyrirtækja og stofnana sem netglæpamenn nýta sér. Rætt verður um hvaða þættir eru mikilvægastir varðandi varnir gegn netglæpum og hvernig raunhæft er að fyrirbyggja þá. Farið verður yfir lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða, sem gjarnan eru nefnd NIS-tilskipunin, með það að markmiði að gera hana aðgengilega og skiljanlega fyrir leikmenn. Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða verkfæri og verklag er best í baráttunni við netglæpi.

Hæfniviðmið

Að öðlast yfirsýn yfir eðli og birtingarmynd netglæpa.

Að geta þekkt mikilvægustu atriði NIS-tilskipunarinnar og hvaða áhrif hún hefur á hefðbundna vinnustaði.

Að geta lagt grunninn að skipulögðu starfi til að byggja upp varnir gegn netglæpum á sínum vinnustað.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    10. október 2024, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 26. september kl. 10.00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Einar Birkir Einarsson, M.Sc. í rafmagnsverkfræði og sérfræðingur í upplýsingatæknimálum ríkisins hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Zoom
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll innan fyrirtækja og stofnana sem bera ábyrgð á viðkvæmum upplýsingum eða gögnum. Ekki eru gerðar neinar forkröfur um ákveðna þekkingu á netöryggismálum, upplýsingatækni eða tengdu lagaumhverfi.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
10.10.2024Netöryggi á Íslandi09:0012:00Einar Birkir Einarsson