Hvenær er skylt að tilkynna aðstæður barna til barnaverndaryfirvalda?

Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir geta skráð sig hjá Háskóla Íslands.

Einstaklingar sem stöðu sinnar og starfa vegna hafa afskipti af málum barna bera skyldu til að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig barnaverndarþjónustu ber að fara með slíkar tilkynningar og hvaða sérstöku kröfur eru gerðar í því sambandi. Fjallað verður um hvaða mistök eru algeng á þessu sviði og hverjar séu afleiðingar þeirra.

Markmiðið er að þátttakendur átti sig á því hvenær tilkynningarskylda þeirra samkvæmt barnaverndarlögum verður virk og að starfólk barnaverndarþjónustu átti sig á því hvaða reglur gilda um meðferð slíkra tilkynninga.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur öðlist þekkingu á barnaverndarþjónustu og hvenær beri að tilkynna aðstæður barna til barnaverndaryfirvalda.

Fyrirkomulag

Fjarnám í beinu streymi.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    27. september 2023, frá kl. 9:00 - 10:30.
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
  • Staðsetning
    Fjarnám í beinu streymi.
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk barnaverndarþjónustu, kennarar, skólaliðar, íþróttaþjálfarar og aðrir sem starfa með börnum.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir geta skráð sig hjá Háskóla Íslands.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
27.09.2023Hvenær er skylt að tilkynna aðstæður barna til barnaverndaryfirvalda?09:0010:30Kjartan Bjarni Björgvinsson