Velferðartækni

Með aukinni tækniþróun bjóðast ný tækifæri í velferðarþjónustu. Velferðartækni getur verið hver sú tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Hún getur bætt vinnuumhverfi og leitt til betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjármagns.

Á námskeiðinu verður fjallað um nýsköpun í tækni sem nýtist m.a. við umönnun. Farið verður yfir hvaða tækni má nýta við verklega aðstoð og skipulag inná heimilium og hvaða hjálpartæki bjóðast. Eins verður fjallað um sérkennslu og atvinnu með stuðningi. Þá verður kynnt ný tækni sem nýtist við þjálfun og endurhæfingu. 

Námskeiðið er kennt hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.


Hæfniviðmið

Að auka þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu.

Fyrirkomulag

Kennt í fjarnámi í gegnum Teams tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-19.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    15. janúar - 13. mars 2024, kl. 17-19. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum. Skráningu lýkur 2 dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    40 klst.
  • Umsjón
    Erna María Jensdóttir mannfræðingur/ fyrrv. forstöðumaður sambýlis, Þórunn Svava Róbertsdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Sunna Hafsteinsdóttir iðjuþjálfi
  • Staðsetning
    Námskeiðið fer fram á Microsoft Teams.
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem vilja vinna við eða hafa hug á að starfa við velferðaþjónustu og vilja öðlast aukna þekkingu og leikni í að takast á við nýjungar og tækni í faginu
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Engin lokapróf eru en lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.01.2024Velferðartækni17:0019:00Ýmsir sérfræðingar