Sálræn áföll - áfallamiðuð nálgun og þjónusta

Sálræn áföll og áfallamiðuð nálgun er námskeið þar sem fjallað er um skilgreiningar, forvarnir og einkenni sálræns áfalls. En þær geta komið fram og sem líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Skoðaðar eru og þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þverfaglegri þjónustu. Skoðað er hvað fellst í áfallamiðaðri nálgun og þjónustu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skilgreiningar og einkenni áfalla.
  • Afleiðingar áfalla fyrir heilsufar og líðan.
  • Heildræna nálgun og viðbrögð við áföllum.
  • Áfallamiðaða þjónustu.

Hæfniviðmið

Að þekkja skilgreiningar og einkenni hjá einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum.

Að þekkja afleiðingar áfalla fyrir heilsufar og líðan og geta þannig brugðist við í starfi og leik.

Að öðlast færni í að nálgast einstaklinga eftir áföll og kunna rétt viðbrögð með heildrænni nálgun.

Að þekkja ferli áfallamiðaðrar nálgunar og innleiðingar í kerfið.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    25. og 26. september 2024, kl. 13.00 - 15.00. Skráningu lýkur 10. september kl. 10.00.
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Dr. Sigrún Sigurðardóttir, prófessor við HA
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Heilbrigðisstarfsfólk, starfsfólk í skólum, viðbragðsaðilar og starfsfólk í dómskerfinu.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.09.2024Sálræn áföll - áfallamiðuð nálgun og þjónusta13:0015:00Dr. Sigrún Sigurðardóttir
26.09.202413:0015:00