Microsoft Teams - V2
Microsoft Teams hefur verið tekið opnum örmum, bæði í fyrirtækja- og stofnanaumhverfi. Áður fyrr áttu nánast öll samskipti og deiling skjala sér stað í tölvupósti en með tilkomu Teams hafa samskipti og samvinna innan skipulagsheilda orðið mun einfaldari.
Vorið 2024 kom Microsoft með nýja útgáfu sem þeir einfaldlega kalla V2 og stendur fyrir útgáfu tvö. Til að byrja með var valkvætt að nýta sér nýju útgáfuna en svo er ekki lengur og því eru öll komin með hana. Margt er nýtt eins og einfaldari skipting á milli aðganga, sýna staðsetningu, stillingu, svo eitthvað sé nefnt en annað er frábrugðið.
Á þessu námskeiði er farið yfir það helsta sem var uppfært í nýju útgáfunni og möguleika sem breytingarnar hafa í för með sér.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Nýjar stillingar s.s. „Channel details“
- Birtingarstaður nýrra skilaboða
- Stillingar á sértækum skilaboðum fyrir Teams
- Tímastilling skilaboða
- Tilkynning um vinnustaðsetningu (e. work location)
- Hraðleit innan rása og í spjalli
- Merkja allt sem „lesið" innan úr teymi / teymum
- Sérstilla merki/tákn (e. emoji) fyrir hvern og einn starfsmann
- Hraðleið að OneDrive hvers og eins
- Nýta smáforrit fyrir fundi - hraðleið
- Beint frá stjórnborði
- Sé hlekkur valinn í spjalli má halda samræðum áfram í vafra
- Uppfærsla á „Live caption“ - til dæmis þegar hlustað er á ensku
Hæfniviðmið
Að geta nýtt sér Teams til daglegrar notkunar.
Að geta gert grein fyrir þeim möguleikum sem nýja útgáfa Teams býður upp á
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefni.
Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst.
Helstu upplýsingar
- Tími27. nóvember 2024, kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 12. nóvember kl. 10.00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónAtli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Zoom
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja kynnast betur Microsoft Teams og þeim breytingum sem hafa orðið í nýju útgáfunni
- Gott að vita
Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
27.11.2024 | Microsoft Teams - V2 | 09:00 | 12:00 | Atli Þór Kristbergsson |