Menningarnæmi í heilbrigðisþjónustu

Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum skilning á helstu hugtökum í menningarnæmri heilbrigðisþjónustu og færni til að beita þeirri þekkingu á vettvangi. Farið verður í hugtök sem tengjast forréttindum, stétt, stofnanatengdu ofbeldi, jaðarsetningu af ýmsum toga og hnattvæðingu.

Á námskeiðinu er rýnt í hinar ýmsu kenningar um menningarnæmi í heilbrigðisþjónustu og áhrif jaðarsetningar á heilsu fólks. Skoðað er hvaða hópar eru jaðarsettir í samfélaginu og rannsóknir sem sýna hvernig sú jaðarsetning hefur áhrif á þá heilbrigðisþjónustu sem hóparnir geta sótt sér. Farið er yfir hvernig best er að mæta jaðarsettum hópum og veita þeim menningarnæma heilbrigðisþjónustu og sérstaklega rýnt í heilbrigðisþjónustu við tvo jaðarsetta hópa; annars vegar hinsegin fólk og hins vegar fólk af erlendum uppruna, s.s. umsækjendur um alþjóðlega vernd. Að lokum er fjallað um í hverju það felst að vera málsvari jaðarsettra hópa í heilbrigðiskerfinu og hvernig er hægt að gera það án forræðishyggju.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Jaðarsetningu, margþætta jaðarsetningu og heilbrigðisþjónustu.
  • Menningarnæma heilbrigðisþjónustu.
  • Hinsegin heilbrigðisþjónustu.
  • Heilbrigðisþjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Hæfniviðmið

Að auka skilning á því hvernig menning, stétt og staða móta viðhorf fólks til heilbrigðis, veikinda og heilbrigðisþjónustu.

Að auka innsýn inn í reynsluheim hinna ýmsu jaðarsettu hópa í heilbrigðiskerfinu.

Að þekkja hlutverk sitt sem málsvara jaðarsettra hópa.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    15., 17., 22. og 24. október 2024, kl. 17.00 - 20.00. Skráningu lýkur 30. september kl. 10.00.
  • Lengd
    24 klst.
  • Umsjón
    Anna Kristín B. Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc., Sigurður Ýmir Sigurjónsson, hjúkrunarfæðingur, og Ansgar Bruno Jones, sérfræðilæknir í heimilislækningum og svæfingalækningum.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vill efla menningarlega hæfni sína og fá innsýn inn í reynsluheim jaðarsettra hópa.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.10.2024Menningarnæmi í heilbrigðisþjónustu - jaðarsettir hópar og aðgengi þeirra að heilbrigðisþjónustu á Íslandi17:0020:00Anna Kristín B. Jóhannesdóttir, Sigurður Ýmir Sigurjónsson, Ansgar Bruno Jones
17.10.202417:0020:00
22.10.202417:0020:00
24.10.202417:0020:00