Íslenska 1 - Grunnurinn lagður I A1.1

Staðnámskeið fyrir byrjendur. Lögð er áhersla á íslenska stafrófið, æfingar í að tala og tjá sig á íslensku og læra grunnorðaforða sem nýtist nemendum í samskiptum. Unnið verður með sjálfstraust og öryggi nemenda í tjáningu. Einföld málfræði er kynnt fyrir nemendum á hagnýtan hátt. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum kennsluaðferðum þar sem virkni nemenda og skapandi hugsun gegna lykilhlutverki í öruggu lærdómsumhverfi. Hæfniviðmið námskeiðsins eru samkvæmt Evrópska tungumálarammanum á stigi A1.1.

//EN//

On-site courses for beginners. Emphasis is placed on the Icelandic alphabet, exercises in speaking and expressing yourself in Icelandic, and learning basic vocabulary that is useful for students in communication. We will work with students' self-confidence and fluency in expression. Simple grammar is introduced to students in a practical way. A lot of effort is put into diverse teaching methods, where student activity and creative thinking play a key role in a safe learning environment. The learning standards of the course are according to the European Language Framework at level A1.1.

Hæfniviðmið

Að geta tekist á við einfaldar aðstæður og samtöl á íslensku.

//EN//

To be able to deal with simple situations and conversations in Icelandic

Fyrirkomulag

Kennsla í kennslustofu, verkefni, umræður //EN// Lessons in classroom, assignments, discussions

Helstu upplýsingar

  • Mat
    Til að ljúka námskeiðum þarf mæting að vera að lágmarki 75% //EN// To complete courses, attendance must be a minimum of 75%
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
23.09.2024Íslenska 1 - Grunnurinn lagður (A1.1)12:3015:00Jurate Akuceviciute