Andleg þrautseigja
Lífinu fylgja bæði minni- og meiriháttar erfiðleikar. Það er hluti af því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa alls konar tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Við höfum ekki stjórn á þessu, en það sem við höfum stjórn á er hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum og það jákvælða er að við getum byggt upp andlega þrautseigju okkar í að takast á við allt sem kemur upp í lífínu.
Hæfniviðmið
Að öðlast þekkingu á andlegri þrautseigju
Að þekkja betur tilfinningakerfi heilans
Að geta tileinkað sér og nýtt núvitund í daglegu lífi
Að geta notað öndunartækni í streituvaldandi aðstæðum og skilja áhrif hennar á heilann
Að kunna að virkja jákvæðar tilfinningar eins og þakklæti og fá innsýn í áhrif þess á hjarta og heila
Að þekkja merkingu og gildi, vita hvaða svið í lífinu eru merkingarbærust og setja markmið út frá gildum
Fyrirkomulag
Námskeiðið er vefnám á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleyft að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar.
Eftir skráningu hjá Starfsmennt þarf að bíða eftir næsta virka degi, þá kemur póstur frá Opna Háskólanum í HR sem veitir aðgang að námssvæði námskeiðisins (kennslukerfi Opna háskólans).
Ef þátttakandi er þegar skráður með aðgang hjá Opna Háskólanum í HR mun viðkomandi fá póst frá Starfsmennt til að skrá sig á námskeiðið beint hjá þeim en með greiðsluupplýsingum Starfsmenntar.
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 3. febrúar 2025, kl. 09.00 en upphafið er valfrjálst.
- Lengd2 klst.
- UmsjónSigrún Þóra Sveinsdóttir, sálfræðingur
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir öll sem vilja styrkja andlega þrautseigju sína og læra að takast á við áskoranir lífsins á uppbyggilegan hátt.
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Opna Háskólanum í HR.
- MatÁhorf
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
03.02.2025 | Andleg þrautseigja | 00:00 | 02:00 | Sigrún Þóra Sveinsdóttir |