Word II

Á þessu námskeiði byggir þú ofan á grunninn í Word.

Þú lærir hvað er gott að hafa í huga við vinnslu lengri skjala, hvernig þú býrð til sniðmát og mótar textasnið, helstu öryggisstillingarnar. Þú kynnist leit og útlitsmótun, aðal- og undirskjölum, kaflaskiptum og mótun efnisyfirlits. Þú lærir að stilla neðanmálsgreinar, setja upp atriðisorða- og myndaskrár og sjálfvirka og handvirka uppsetningu.

Hæfniviðmið

Að geta sett upp stór skjöl og skýrslur í Word.

Að geta nýtt forritið til gagns í lífi og starfi.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.

Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 14. febrúar 2025 en upphafið er valfrjálst.
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    52.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja bæta kunnáttu sína og færni í Word.
Skráning á þetta námskeið hefst 02. 01 2025 kl 10:00
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.02.2025Word II10:0010:00Bjartmar Þór Hulduson