Skatturinn | Stoppa tímann eða vera með?

- Vinnumarkaðurinn, vellíðan og seigla

Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum árum en hraði þeirra er nú enn meiri en áður. Nútímasamfélag krefst þess að við séum vel að okkur í upplýsingatækni og þróun en á sama tíma eigum við að hlúa að eigin andlegri heilsu.
Á þessu námskeiði verður farið yfir hvernig vinnumarkaðurinn er að breytast og hvernig  sé best að undirbúa sig og taka á móti þessum hröðu breytingum. Farið verður í atriði sem vinnusálfræði hefur fram að færa varðandi nútímann og breytingar á vinnumarkaðnum. Nú reynir meira á svokallaða „mjúka“ færni en áður, það reynir á sveigjanleika, seiglu og lausnamiðaða hugsun. Einnig verða skoðaðar leiðir til að efla sjálfsþekkingu, setja mörk og þekkja hvað nærir okkur.

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir helstu breytingum á vinnumarkaðnum

Að geta tekist á við breytingar af meira öryggi en áður

Að geta notað lausnamiðaða hugsun til að takast á við breytingar á eigin vinnustað

Að þekkja betur eigin seiglu og leiðir til að efla hana

Að efla eigin sjálfsþekkingu og hvaða verkfæri við höfum í eigin verkfærakistu

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Námskeiðið verður tekið upp og upptakan sett að námskeiði loknu undir "mínar síður" á heimasíðu Starfsmenntar fyrir skráða þátttakendur. Hún verður aðgengileg í viku.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. nóvember 2024, kl. 8.30 - 10.00. Skráningu lýkur 20. nóvember kl. 12
  • Lengd
    1,5 klst.
  • Umsjón
    Hrefna Guðmundsdóttir, MA í Vinnu- og félagssálfræði
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk hjá Skattinum
  • Gott að vita
    Námskeiðið stendur starfsmönnum Skattsins til boða án kostnaðar og skerðir ekki einstaklingsrétt.
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.11.2024Stoppa tímann eða vera með?08:3010:00Hrefna Guðmundsdóttir