Innkaupaskólinn | Rammasamningar við opinber innkaup
Á námskeiðinu verður fjallað um rammasamninga sem innkaupatækni við opinber innkaup, hvað einkennir slíka samninga, hvaða reglur gilda við gerð þeirra og hvernig eigi að framkvæma innkaup á grundvelli þeirra.
Helstu efnisþættir námskeiðisins
- Rammasamningar sem innkaupatækni
- Gerð rammasamnings
- Kaup innan rammasamnings
Innkaupaskólinn er námsleið fyrir þau sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum svo sem forstöðumenn, ábyrgðarmenn innkaupa, fjármála- og rekstrarstjóra.
Námsleiðin er unnin í samstarfi við Ríkiskaup í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur þekki rammasamninga í tengslum við opinber innkaup, kosti þeirra og galla.
Að þátttakendur geti hagnýtt sér rammasamninga við innkaup.
Fyrirkomulag
Veffyrirlestrar og umræðutími. Upptökur af veffyrirlestrum verða aðgengilegar um viku fyrir umræðutíma og er ætlast til að þátttakendur verði búnir að tileinka sér námsefnið áður en umræður fara fram. Þátttakendur fá tækifæri til að senda inn fyrirspurnir um efni námskeiðsins fyrir umræðutímann.
Upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar þátttakendum í viku eftir umræðutímann.
Helstu upplýsingar
- Tími4. des. 2024 - upptökur af fyrirlestrum verða aðgengilegar. 10. des. - fyrirspurnir hafi borist kennara. 12. des., kl. 10.00 - umræðutími á Teams . Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd3 klst.
- UmsjónStanley Örn Axelsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkiskaupum
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð19.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞau sem koma að opinberum innkaupum hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.
- Gott að vita
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
04.12.2024 | Rammasamningar við opinber innkaup | 09:00 | 12:00 | Stanley Örn Axelsson |
12.12.2024 | Umræðutími | 10:00 | 12:00 | Stanley Örn Axelsson |