Líðan, heilsa og öryggi starfsfólks
Hvernig er hægt að stuðla að vellíðan fólks á vinnustað og auðvelda einstaklingum að ná árangri?
Á þessu námskeiði verður fjallað um líðan, heilsu og öryggi starfsfólks út frá fræðum gæðastjórnunar og vinnuverndar. Fjallað verður um félagslega og sálræna þætti sem og vinnuaðstöðu. Eins hvernig hæfni einstaklinga er metin og hvernig henni er viðhaldið.
Viðhorf starfsfólks til sinna daglegu starfa og umhverfis síns leggur grunn að góðri starfsemi skipulagsheilda. Göngum glöð til starfa alla daga!
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Hvað er góður vinnustaður í gæðastjórnunarfræðum?
- Heilsu – Öryggi - Umhverfi.
- Viðhorf starfsfólks.
- Skýrar starfslýsingar.
- Að þekkja hlutverk sitt og að þekkja hlutverk annarra.
Hæfniviðmið
Að auka starfsgleði og jákvæð viðhorf á vinnustaðnum.
Að öðlast hugmyndir og færni til að efla vinnustaðinn.
Að öðlast innsýn inn í vinnuverndarhugsun og sjónarhorn gæðastjórnunar.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur.
Helstu upplýsingar
- Tími12. febrúar 2025 kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 29. janúar kl.10.00
- Lengd3 klst.
- UmsjónGuðrún Ólafsdóttir, M.Sc. í viðskiptafræði
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Zoom
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll, en ekki síst gæðastjórar, öryggisstjórar, mannauðsstjórar og stjórnendur, sem eru að hlúa að góðri vinnustaðamenningu, ýta undir gleði og góða samvinnu.
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
12.02.2025 | Líðan, heilsa og öryggi starfsfólks | 09:00 | 12:00 | Guðrún Ólafsdóttir |