BVV - Grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði kerfisbreytingar betri vinnutíma í vaktavinnu, sem tekur gildi 1. maí 2021. Þættir sem farið verður yfir á námskeiðinu:
· Markmið og leiðarljós breytinganna – öryggi, heilsa og jafnvægi vinnu og einkalífs
· Ávinningur fyrir starfsfólk og vinnustaði
· Kerfisbreytingin í hnotskurn – breytt vaktaálag, vægi vinnuskyldustunda og vaktahvati
· Umbótasamtal
· Hvað einkennir gott og heilsusamlegt vaktaskipulag?
Þá verður þátttakendum veittar greinargóðar upplýsingar um allt fræðsluefni sem aðgengilegt er á betrivinnutimi.is og þeim leiðbeint um hvernig þau geta aflað sér frekari þekkingar á eigin spýtur.
Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem starfar í vaktavinnu og trúnaðarmönnum hjá ríkisstofnunum, Reykjavíkurborg og sveitarfélögum og þeim sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum sem eru í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Kennt verður í gegnum TEAMS forritið.
Helstu upplýsingar
- TímiFöstudagur 15. janúar kl. 11:00-12:00
- Lengd1 klst.
- UmsjónVerkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu, Bára H. Jóhannsdóttir, Aldís Aradóttir Pind og Dagný Magnúsdóttir
- StaðsetningVefnám
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað starfsfólki sem starfar í vaktavinnu og trúnaðarmönnum hjá ríkisstofnunum, Reykjavíkurborg og sveitarfélögum og þeim sem starfa hjá sjálfseignarstofnunum sem eru í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
- Gott að vitaEf þátttakandi getur ekki tekið þátt í námskeiði sem hann hefur skráð sig á, verður viðkomandi að afskrá sig á „mínum síðum“, þar sem aðeins er hægt að skrá sig einu sinni á hvert námskeið.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía Santacrocesoffia(hjá)smennt.is
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
15.01.2021 | Grunnnámskeið fyrir betri vinnutíma í vaktavinnu | Bára, Aldís og Dagný |