Öryggi í starfi með réttum varnarviðbrögðum

Það er mikilvægt að kunna að bregðast rétt við ef erfiðar og óæskilegar aðstæður skapast í starfi.
Þær aðstæður geta komið upp að mikilvægt sé fyrir starfsmenn að geta varið bæði sig og aðra.
Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í sjálfsvörn og hvernig best sé að bregðast við yfirvofandi hættu.
Megináhersla námskeiðsins er að forðast bein líkamleg átök og ræða leiðir til að róa árásargjarna einstaklinga.

*ATH. Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir greiða námskeiðisgjald.

Hæfniviðmið

Að geta gert grein fyrir einkennum hegðunar sem getur leitt til árása og ofbeldis.

Að geta stýrt einstaklingum í árásarham aftur í jafnvægi.

Að kunna forðast átök í aðstæðum þar sem hætta er á líkamlegum átökum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur (sirka 1 klst) og æfingar (sirka 2 klst.)

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 24. október kl. 15:00 - 18:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Felix Högnason, atferlisfræðingur, lektor við Oslo Metropolitan University í Osló, með 3. dan svart belti í ju jitsu.
  • Staðsetning
    Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholti 50 b, 3.hæð, 105 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    18.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir þau sem þurfa eða gætu þurft að takast á við krefjandi einstaklinga í starfi og vilja læra að bregðast rétt við og varið sig ef þörf er á.
  • Gott að vita
    Þægilegur fatnaður æskilegur. Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, aðrir greiða námskeiðisgjald.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
24.10.2023Rétt varnarviðbrögð, öryggi í starfi.15:0018:00Felix Högnason