Fyrirmyndar skjalastjórn - aðferðir og hagnýt ráð

Góð skjalastjórnun er einn þeirra þátta sem stuðla að skipulegri stjórnun fyrirtækja og stofnana þannig að starfsemin sé rekin á hagkvæman og ábyrgan hátt.

Á námskeiðinu verður fjallað um lagaumhverfi í skjalastjórn á Íslandi og hvernig skjalastjórn tengist mikilvægum málefnum á vinnustöðum eins og rekjanleika gagna og ákvarðana ásamt tengslum þekkingar og gæða og þekkingarstjórnunar. Jafnframt verður fjallað um mismunandi tegundir skjala og meðhöndlun þeirra sem og gerð eftirfarandi: skjalastefnu, skjalavistunaráætlunar, málalykils, skjalakerfis og lýsigagna. Auk þess verða rafræn skil tekin fyrir.

Hæfniviðmið

Að geta notað fjölbreyttar leiðir við greiningu gagna.

Að geta metið kosti og galla við innleiðingu og hönnun skjalakerfis.

Að geta gert grein fyrir þroskastigi í skjalastjórn.

Að geta notað ólíkar leiðir við meðhöndlun skjala, s.s. tölvupóstur, pappír, teikningar, ljósmyndir, bækur og skýrslur.

Að geta beitt þekkingarstjórnun, þ.e.a.s. að þekking sé ekki falin hjá einstaka starfsmönnum.

Að geta gert grein fyrir hlutverki héraðskjalasafna og Þjóðskjalasafns Íslands.

Að geta útskýrt ISO 15489 alþjóðlegan staðal um skjalastjórn.

Að geta útskýrt virkni rafrænna skila, grisjunar, skráningu, pökkun og skjalageymslum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og létt verkefnavinna.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    15. og 17. október 2024 kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 27. september kl. 10.00.
  • Lengd
    6 klst.
  • Umsjón
    Þorgerður Magnúsdóttir, gæðastjóri hjá FSRE, MIS í upplýsingafræði og CIP vottuð og Eva Ósk Ármannsdóttir, skjala- og upplýsingastjóri hjá FSRE, BA í upplýsingafræði og diplóma í jákvæðri sálfræði.
  • Staðsetning
    Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir þau sem vinna með stjórnun gagna á sínum vinnustað, s.s. vistun, skráningu og pökkun. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið formlegu námi í skjalastjórn.
  • Gott að vita

    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.

  • Mat
    Mæting, þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
15.10.2024Fyrirmyndar skjalastjórn - aðferðir og hagnýt ráð09:0012:00Þorgerður Magnúsdóttir og Eva Ósk Ármannsdóttir
17.10.2024Fyrirmyndar skjalastjórn - aðferðir og hagnýt ráð09:0012:00Sömu kennarar