Gáfaða dýrið - rýnt í samspil vitsmuna og tilfinninga
Maðurinn er gáfaðasta dýr jarðarinnar en líka það grimmasta. Ofuráhersla á vitsmuni mannsins hefur leitt af sér vanrækslu spendýrsins og afneitun frumstæðasta hluta hans með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu okkar, samskipti og umhverfið. Á námskeiðinu verður athyglinni beint að órökrétta hluta mannsins, dýrinu, og mikilvægi þess að tengja við hann.
Á námskeiðinu verður fjallað um mótsagnirnar í okkur; Við þörfnumst annars fólks en erum hrædd við það, erum gáfuð en takmörkuð, sjálfmiðuð en umhyggjusöm, öll eins en ólík, vitsmunaverur og spendýr. Til að ná utan um mótsagnirnar þörfnumst við skilnings og speglunar frá öðru fólki.
Nálgunin byggist á sálgreiningu, tengslakenningum, taugavísindum og reynslu kennara af meðferðarvinnu með fullorðnum og ungbörnum.
Á námskeiðinu er fjallað um:
- Þörf okkar fyrir aðra og óttann við þá.
- Mótsagnir í manninum og hvernig við getum tekist á við þær.
- Samspil líkama, huga og tilfinninga.
- Birtingarmyndir streitu og áhrif hennar á samskipti og heilsu.
- Tilhæfulausan ótta.
- Sálrænu vöðvana og hvernig við styrkjum þá.
- Mikilvægi tengsla.
Hæfniviðmið
Að öðlast meiri sjálfsskilning.
Að öðlast betri streituvarnir.
Að öðlast aukna meðvitund um mikilvægi samskipta og tengsla.
Að þróa með sér meiri áhuga á fólki.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður. Bók Sæunnar Kjartansdóttur, Gáfaða dýrið, er innifalin í námskeiði.
Helstu upplýsingar
- Tími23. og 30. október 2024, kl. 20.00 - 22.00. Skráningu lýkur 8. október kl.10.00.
- Lengd4 klst.
- UmsjónSæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhagi 7, 107 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er hugsað fyrir öll sem vilja skilja sjálfa sig og aðra betur.
- Gott að vita
Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
23.10.2024 | Gáfaða dýrið - rýnt í samspil vitsmuna og tilfinninga | 20:00 | 22:00 | Sæunn Kjartansdóttir |
30.10.2024 | 20:00 | 22:00 |