Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok

Á námskeiðinu er farið yfir helstu reglur sem gilda um ráðningar starfsfólks, t.d. auglýsingaskyldu, veitingarvaldið, málsmeðferð og ákvörðun um ráðningu. Gerð verður grein fyrir stjórnunar­rétti vinnuveitenda og starfsskyldum starfsfólks, m.a. verður fjallað um vinnuskyldu, hlýðniskyldu, þagnarskyldu, heimild til breytinga á störfum og reglur sem gilda um áminningar. Þá verður og fjallað um ástæður starfsloka, niðurlagningu starfa við sameiningu stofnana, niðurlagningu starfa vegna samdráttar í starfssemi og biðlaun.

Hæfniviðmið

Að öðlast almenna þekkingu á reglum um ráðningar starfsfólks, starfsskyldur þess, breytingar á störfum og áminningar.

Að þekkja stjórnunarrétt vinnuveitenda.

Að þekkja hvaða lögmætar ástæður geta búið að baki starfslokum starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum og kunni skil á þeim reglum sem gilda um þau.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    6., 11., og 13. mars 2025 kl. 9.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    9 klst.
  • Umsjón
    Valgeir Þór Þorvaldsson, sérfræðingur hjá KMR
  • Staðsetning
    Vefnám í rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    58.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Þau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
  • Gott að vita
     
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.03.2025Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok09:0012:00Valgeir Þór Þorvaldsson
11.03.2025Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok09:0012:00Valgeir Þór Þorvaldsson
13.03.2025Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok09:0012:00Valgeir Þór Þorvaldsson