Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok
Á námskeiðinu er farið yfir helstu reglur sem gilda um ráðningar starfsfólks, t.d. auglýsingaskyldu, veitingarvaldið, málsmeðferð og ákvörðun um ráðningu. Gerð verður grein fyrir stjórnunarrétti vinnuveitenda og starfsskyldum starfsfólks, m.a. verður fjallað um vinnuskyldu, hlýðniskyldu, þagnarskyldu, heimild til breytinga á störfum og reglur sem gilda um áminningar. Þá verður og fjallað um ástæður starfsloka, niðurlagningu starfa við sameiningu stofnana, niðurlagningu starfa vegna samdráttar í starfssemi og biðlaun.
Hæfniviðmið
Að öðlast almenna þekkingu á reglum um ráðningar starfsfólks, starfsskyldur þess, breytingar á störfum og áminningar.
Að þekkja stjórnunarrétt vinnuveitenda.
Að þekkja hvaða lögmætar ástæður geta búið að baki starfslokum starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum og kunni skil á þeim reglum sem gilda um þau.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími6., 11., og 13. mars 2025 kl. 9.00 - 12.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd9 klst.
- UmsjónValgeir Þór Þorvaldsson, sérfræðingur hjá KMR
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð58.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÞau sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Gott að vita
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.03.2025 | Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok | 09:00 | 12:00 | Valgeir Þór Þorvaldsson |
11.03.2025 | Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok | 09:00 | 12:00 | Valgeir Þór Þorvaldsson |
13.03.2025 | Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok | 09:00 | 12:00 | Valgeir Þór Þorvaldsson |