Microsoft Teams og OneDrive
Á þessu námskeiði er farið yfir bæði OneDrive og Teams forritin frá Microsoft en þessi forrit vinna náið saman og varla hægt að nota annað án þess að komast í kynni við hitt á einhverjum tímapunkti.
Byrjað er á að fara yfir OneDrive og kynnumst hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar hægt er að nálgast þau.
Með OneDrive gefst tækifæri til að geyma gögn miðlægt, deila þeim með öðrum og nota útgáfustjórnun.
Næst er farið yfir Teams forritið, hvernig það virkar og hvað hægt er að gera þegar kemur að samskiptum, samvinnu, aðgengi gagna og fleira.
Microsoft Teams er hentugt fyrir teymi einstaklinga sem vinnur saman, deilir gögnum og eða vill eiga samskipti sín á milli í gegnum spjallborð, svo eitthvað sé nefnt.
Hæfniviðmið
Að þekkja muninn á OneDrive og One Drive 4Bussiness.
Að átta sig á hvernig OneDrive virkar.
Að geta vistað gögn í OneDrive.
Að átta sig á hvernig unnið er með gögn í rauntíma.
Að geta deilt gögnum frá OneDrive.
Að geta afritað og endurheimt og skjöl.
Að átta sig á hvaða möguleika Teams forritið býður upp á.
Að þekkja muninn á hópum og rásum.
Að þekkja réttindi notenda.
Að þekkja muninn á OneDrive og SharePoint (geymslusvæði).
Að þekkja aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams.
Að þekkja muninn á opnum hópum og lokuðum.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefni.
Þátttakendur þurfa að vera með nettengda tölvu, vefmyndavél, hljóðnema og góða ADSL eða ljósnet/leiðara tengingu.Mælt er með að þátttakendur noti Chrome eða Firefox vafra. Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst. Slóð námskeiðsins verður sent á það netfang sem þátttakandi hefur gefið upp við skráningu.
Helstu upplýsingar
- Tími6. febrúar 2024 kl. 09.00 - 12.00. Skráningu lýkur 22. janúar kl.10.00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónAtli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Zoom
- TegundStreymi
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað notendum Office 365 pakkans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur.
- Gott að vitaEingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar getur skráð sig hér á námskeiðið. Félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna sem hyggst skrá sig á þetta námskeið verður að hafa samband við Starfsmennt. Aðrir skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðið telst ekki 100% öruggt fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr ,,nýr” í ,,samþykkt.” Póstur verður sendur á þátttakendur þess efnis áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.02.2024 | Microsoft Teams og OneDrive | 09:00 | 12:00 | Atli Þór Kristbergsson |