Tölvuleikni og Windows stýrikerfið
Á þessu námskeiði eflir þú almenna tölvuleikni þína og kynnist Windows stýrikerfinu betur.
Þú leysir verkefni, lærir að skilja hlutverk myndræns notendaviðmóts og hvernig gluggar eru meðhöndlaðir ásamt því hvernig er best að sníða kerfið að þér og þínum þörfum.
Þú kynnist skráarvinnslu, hvernig er unnið með möppur, nafninu breytt, þeim er raðað o.s.frv. Þú vinnur með einföld forrit og býrð til skrár, vistar þær og færir milli mappa, eyðir þeim og endurheimtir þær. Þú lærir að nota stjórnborðið til að móta notendaviðmótið að þínum þörfum og kynnist ýmsum algengum hjálparforritum.
Hæfniviðmið
Að geta nýtt almenna tölvuleikni og unnið með Windows stýrikerfi.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi.is
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 10. október 2024 en upphafið er valfrjálst.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundVefnám
- Verð39.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem vilja efla færni sína í almennri tölvuleikni.
- Gott að vita
- MatVerkefnaskil
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
10.10.2024 | Tölvuleikni - Windows stýrikerfið | 10:00 | 10:00 | Bjartmar Þór Hulduson |