Raki og mygla í húsum 1
Námskeiðið er fyrir þau sem þurfa að eiga við og þekkja vandamál sem stafa af raka og myglu í húsum.
Á námskeiðinu verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Farið verður yfir helstu galla á byggingarfræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau. Farið verður lauslega í loftun og útreikninga á rakastreymi gegnum byggingarhluta. Fjallað verður um byggingarraka og greiningu rakaskemmda og lífsskilyrði myglusveppa, hvar þeir þrífast, hvernig má finna þá og uppræta.
Hæfniviðmið
Að þekkja vandamál sem stafa af völdum raka og myglu í húsum
Að þekkja helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum
Að þekkja leiðir til að koma í veg fyrir leka- og rakavandamál í húsum
Fyrirkomulag
Fyrirlestur. Hægt að skrá sig á staðnámskeið eða fjarnámskeið (í beinu streymi) með því að haka við "Ég vil skrá mig í fjarnám" í skráningarferlinu.
Helstu upplýsingar
- Tími16. janúar 2025, kl. 13.00 - 19.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
- Lengd6 klst.
- UmsjónSylgja Sigurjónsdóttir, líffræðingur og Kristinn Alexandersson, byggingatæknifræðingur
- StaðsetningIÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurByggingaraðilar, einnig umsjónar- og rekstraraðilar fasteigna/bygginga
- Gott að vita
Þau sem ekki tilheyra aðildarfélögum eða eiga rétt hjá samstarfssjóðum verða afskráð hjá Starfsmennt en geta skráð sig hjá Iðan Fræðslusetri.
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
16.01.2025 | Raki og mygla í húsum 1 | 13:00 | 19:00 | Sylgja Sigurjónsdottir og Kristinn Alexandersson |