Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Jafnlaunastaðall og jafnlaunavottun - Einnig fjarkennt.

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 20. september 2017
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Gerð er grein fyrir  Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, stjórntæki sem nýtist fyrirtækjum og stofnunum til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála á sínum vinnustað. Staðallinn nýtist einnig við endurskoðun launastefnu þannig að stjórnendur og starfsmenn þeirra geti treyst því að réttur kvenna og karla til launajafnréttis sé virtur. 
Einnig er gerð grein fyrir nýjum lögum, sem samþykkt voru 1. júní 2017,  um jafnlaunavottun sem byggir á innleiðingu Jafnlaunastaðalsins. Þar er gerð krafa um að fyrirtæki eða stofnun þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa skulu öðlast vottun á jafnlaunakerfi fyrirtækisins. Í lögunum er einnig gert ráð fyrir aðkomu aðila vinnumarkaðarins að innleiðingu og eftirliti jafnlaunavottunarinnar. 

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir þáttakendur þar sem stéttarfélög viðkomandi greiða námskeiðsgjöldin kr. 21.000.Markmið

  • Að skilja mikilvægi þess að stéttarfélögin standi vörð um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla á öllum sviðum samfélagsins.
  • Að öðlast skilning á hugmyndafræði og innleiðingu Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
  • Að öðlast skilning á lögum um jafnlaunavottun og hlutverki verkalýðshreyfingarinnar.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
20.09.2017Jafnlaunastaðall og jafnlaunavottun09:0012:00Maríanna Traustadóttir og Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg hjá smennt.is
550 0060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartún 1, 1. hæð.
20. september frá kl. 9:00 - 12:00.

Umsjón

Maríanna Traustadóttir sérfræðingur hjá ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur BSRB.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

Miðað er við 100% mætingu.