Starfsmennt logo

Tegund af námi

Nám stofnana
Nám fyrir alla
Nám um kjör og velferð
Nám starfsgreina

Forystufræðsla - Karphúsið og kjarasamningar - Einnig fjarkennt

Helstu upplýsingar

  • Nám hefst 02. nóvember 2017
  • 3 klst.
  • Án kostnaðar
  • Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!Setja í dagatal

Námslýsing

Forystufræðslunámskeiðin eru aðeins ætluð stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga. 


Á námskeiðinu verður fjallað um hinn formlega feril við gerð kjarasamninga, atkvæðagreiðslu þeirra og um boðun verkfalla. Fjallað er með almennum hætti um gildi kjarasamninga, áhrif friðarskyldunnar og samningsrof. Fjallað verður um heimildir og umboð samninganefnda, hlutverk og stöðu ríkissáttasemjara, viðræðuáætlanir og skilyrði fyrir framlagningu miðlunartillögu. Fjallað verður um tilhögun atkvæðagreiðslna um kjarasamninga, leynilegar allsherjaratkvæðagreiðslur og póstatkvæðagreiðslur. Sérstaklega verður fjallað um boðun og framkvæmd verkfalla og vikið að ýmsum dómum þar sem lögmæti boðunar og framkvæmdar verkfalla hefur verið dregið í efa. 


Námskeiðið er án kostnaðar fyrir þáttakendur þar sem stéttarfélög viðkomandi greiða námskeiðsgjöldin kr. 21.000.


Markmið

  • Að þátttakendur þekki þær formreglur sem gilda á sviði kjarasamninga.
  • Að þátttakendur þjálfist í orðræðu samninga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Dagskrá

DagsetningNámsþátturTími fráTími tilKennari
02.11.2017Karphúsið og kjarasamningar09:0011:00Magnús Norðdahl
02.11.2017Karphúsið og kjarasamningar11:0012:00Dalla Ólafsdóttir

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.


Tengiliður námskeiðs

Sólborg Alda Pétursdóttir

Sólborg Alda Pétursdóttir

solborg(hjá)smennt.is
5500060
Prenta námskeið

Staður og stund

Guðrúnartúni 1, fyrstu hæð.
2. nóvember, frá klukkan 09:00 – 12:00.

Umsjón

Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ og Dalla Ólafsdóttir lögfræðingur BSRB.

Samstarfsaðilar

ASÍ,
BSRB,
Félagsmálaskóli Alþýðu.

Gott að vita

Námskeiðið er eingöngu ætlað stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.

Mat

100% mæting.