Lestur launaseðla

Það er mikilvægt að geta farið yfir launaseðilinn sinn og skilið allt sem á honum er. Launaseðillinn er einnig staðfesting launafólks fyrir greiðslu skatta, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalds til stéttarfélags.

Í fyrirlestrinum verður farið lið fyrir lið yfir allan launaseðilinn. Skoðaðir verða launaliðir, launatengd gjöld og ýmsir útreikningar.

Hæfniviðmið

Að starfsfólk verði öruggara með að lesa úr launaseðlum.

Fyrirkomulag

Fræðsluerindi á stafrænu formi sem gerir þátttakendum kleift að fara yfir efnið á þeim stað og tíma sem hentar. Upptakan er aðgengileg í 4 vikur.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    21. mars 2024.
  • Lengd
    1 klst.
  • Umsjón
    Bjarney Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Fjársýslu ríkisins
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum.
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    6.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk ríkisstofnana.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Áhorf
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
21.03.2024Lestur launaseðla13:0014:00Bjarney Siguðrðardóttir