Fræðslan er ætluð trúnaðarmönnum Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Hlutverk trúnaðarmanna er margþætt og mikilvægt að þau sem gegna þessu hlutverki sæki námskeið og fræðslu til að viðhalda og auka við hæfni sína.
Nánari upplýsingar má finna á vef Sameykis um trúnaðarmenn.
Með vinnustofunni Geðheilbrigðir trúnaðarmenn er markmiðið að byggja upp færni og sjálfstraust meðal trúnaðarmanna til að taka þátt í innihaldsríkum samtölum um geðheilbrigði á vinnustað sínum. Áhersla er lögð á þátt þátttakenda í að stuðla að opinskárri umræðu um geðheilbrigði á vinnustaðnum og gera þau fær í að hvetja til umræðna sem einkennast af samkennd og skilningi.
Hefst:
21. janúar 2025
Kennari:
Helena Jónsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám