HÍ FTS - Gerum gott betra
Fjallað verður um mikilvægi góðra samskipta í þjónustu en góð þjónusta er aldrei eins manns verk og fátt er betra en samheldinn hópur sem vill og getur látið hlutina ganga. Farið verður yfir þau atriði í þjónustu sem öll kunna að meta eða ergja sig á. Horft verður á eigin reynslu af þjónustu og rýnt í þjónustuna okkar og skoðað hvar megi gera betur.
Námskeiðið er sett upp sem hressandi vinnustofa þar sem öll fá tækifæri til að taka þátt. Að sama skapi er góð mæting og þátttaka forsenda fyrir því að vel takist til.
Hæfniviðmið
Að efla starfsfólk í daglegum störfum
Að efla þekkingu starfsfólks á mikilvægi góðra samskipta þegar kemur að þjónustu
Að auka færni starfsfólks til að vinna á fjölbreyttum vinnustað
Fyrirkomulag
VinnustofaHelstu upplýsingar
- Tími21. nóvember 2024, kl. 10.00 - 12.00.
- Lengd2 klst.
- UmsjónEyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
- StaðsetningStofa 008 í Veröld
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurVinnustofan er sérsniðin fyrir starfsfólk Framkvæmda- og tæknisviðs HÍ og byggir á niðurstöðum greiningu fræðsluþarfa fyrir hópinn.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsHelga Rún Runólfsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
21.11.2024 | Gerum gott betra | 10:00 | 12:00 | Eyþór Eðvarðsson |