Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis

Fræðsludagur um þróun og innleiðingu virðismatskerfa

Á námskeiðinu verður farið yfir ýmsa þætti sem varða hönnun, innleiðingu, notkun og viðhald virðismatskerfa með áherslu á val á matsþáttum og vægi þeirra. Farið yfir áskoranir sem fylgja innleiðingu og notkun slíkra kerfa, fjallað um aðferðafræði við gagnaöflun, starfagreiningar og mat starfa. Fjallað verður um samspil launasetningar og virðismats starfa, lagalegar kröfur til launasetningar og áhrifaþætti launamisréttis. Þá verður fjallað um aðferðafræði samstarfs og samábyrgðar aðila á ferlinu öllu. 
Námskeiðinu er ætlað að styðja við þróun heildstæðs virðismatskerfis, sem samræmist markmiðum um launajafnrétti, gæði opinberrar þjónustu og stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar.

Dagskrá

Hæfniviðmið

Að geta unnið að hönnun, innleiðingu, notkun og viðhaldi virðismatskerfa í þágu launajafnréttis

Að þekkja lagalegar kröfur til launasetningar og áhrifaþátta launamunar kynjanna og ólíks mats starfsstétta eftir kyni

Að skilja og geta unnið eftir viðurkenndri aðferðafræði við starfagreiningar með áherslu á að fanga vanmetna þætti starfa

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefnavinna

Helstu upplýsingar

  • Tími
    6. maí 2025 kl. 8.30 - 16.00. Skráningu lýkur 5. maí kl. 12.00
  • Lengd
    7,5 klst.
  • Umsjón
    Amy Ross, sérfræðingur í jafnlaunamálum og þróun virðismatskerfa og starfsfólk Jafnlaunastofu
  • Staðsetning
    Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50b, Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    60.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fulltrúar faglegra stjórna virðismats- og starfsmatsverkefna, starfsfólk ráðuneyta, fulltrúar samtaka launafólks og annarra hagaðila sem að þróun virðismatsverkefna koma.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er ætlað fulltrúum faglegra stjórna virðismats- og starfsmatsverkefna, starfsfólki ráðuneyta, fulltrúum samtaka launafólks og annarra hagaðila sem að þróun virðismatsverkefna koma.
Skráning á þetta námskeið hefst 01. 05 2025 kl 15:00
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce og Ingibjörg H. Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.05.2025Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis08:3016:00Amy Ross og starfsfólk Jafnlaunastofu
06.05.2025Húsið opnar. Morgunmatur og kaffi.08:3009:00
06.05.2025Inngangur og kynning: Farið yfir markmið og dagskrá fræðsludagsins. Fjallað um þau virðismatsverkefni sem unnið er að um þessar mundir og samspil þeirra.09:0009:30
06.05.2025Samspil launasetningar og virðismats starfa. Lagalegar kröfur til launasetningar og áhrifaþættir launamisréttis09:3010:00
06.05.2025Kaffihlé10:0010:15
06.05.2025Virðismatskerfi: Markmið virðismatskerfa og aðferðafræði samstarfs og samábyrgðar aðila á ferlinu öllu.10:1511:00
06.05.2025Þróun virðismatskerfa: Hönnun, innleiðing, notkun og viðhald virðismatskerfa. Fræðsla um val á matsþáttum og vægi þeirra, aðferðafræði við gagnaöflun, starfagreiningar og mat starfa. Farið yfir áskoranir sem fylgja innleiðingu og notkun slíkra kerfa. Fjallað verður um hvernig koma megi auga á vanmetna þætti starfa og hanna kerfi sem ná jafnt til kvenlægra og karllægra þátta starfa. Þá verður fjallað um aðferðir til að viðhalda slíkum kerfum og tryggja samræmi og gæði í matsferlum. Áhersla lögð á hvernig kerfin nýtast í þágu launajafnréttis og fjölbreytileika á vinnustöðum.11:0012:00
06.05.2025Hádegishlé12:0013:00
06.05.2025Þróun virðismatskerfa: Framhald.13:0014:00
06.05.2025Fjallað um þá aðferðafræði sem beitt er við starfagreiningar. Hvernig tryggja megi að áður vanmetnir þættir starfa komi fram í greiningunum. Fjallað um hlutverk aðila við gagnaöflun, rýnihópaviðtöl og skilgreiningar starfa.14:0014:30
06.05.2025Vinnustofa: Unnið með matsþætti og áhrif þeirra á mat starfa.14:3015:45
06.05.2025Samantekt og næstu skref.15:4516:00