Fríhafnarskólinn | Námskeiðslota 2025 - Verslun
Námslota Fríhafnarskólans 2025 fyrir verslun nefnist „Sjálfsefling, samvinna og sölufærni “ og verður áhersla skólans á þessi atriði. Námskeiðin eru ýmist kennd í námskerfum eða staðbundin.
Fjallað er meðal annars um sjálfseflingu og sjálfstraust, jákvætt hugarfar og hugarfar grósku. Farið verður í hvernig hægt er að stuðla að meiri sölu og stytta sölutímann (nýsala, krosssala, þarfagreining spurningartækni, mótbárur, lokun). Lögð er áhersla á að starfsfólk öðlist hæfni í menningarlæsi og verði betur í stakk búið til að takast á við fjölbreytileika mannflórunnar. Þá verður á dagskrá framhaldsnámskeið Vínskólans en í fyrri tveimur lotum var grunnnámskeið Vínskólans á dagskrá. Þá verður fjallað um rétta líkamsbeitingu í verklegri vinnu.
Lotan samanstendur af sex námsþáttum. Hver námsþáttur er sjálfstæður en saman mynda þeir eina heild.
Eftirfarandi námsþættir verða á dagskrá:
Vínskóli - framhaldsnámskeið (í námskerfi)
Sjálfsefling og sjálfstraust - Jákvætt hugarfar-Hugarfar grósku-Frumkvæði (bæði í námskerfi og staðbundið)
Meiri sala, styttri sölutími, viðskiptamiðuð sölufærni (bæði í námskerfi og staðbundið)
Verkleg vinna-rétt líkamsbeiting (námskerfi)
Menningarlæsi (bæði í námskerfi og staðbundið)
Að hafa gaman í vinnunni (staðbundið)
Vörukynningar sem tengjast námsþáttunum verða staðbundnar og verður boðað sérstaklega til þeirra af Fríhöfninni.
Frekari lýsingar á námskeiðunum verða settar inn síðar.
Fyrirkomulag
Rafræn og staðbundin námskeiðHelstu upplýsingar
- Tími9. janúar - mars 2025. Síðasti skráningardagur er 30. nóvember 2024
- Lengd31 klst.
- UmsjónEymar Plédel Jónsson, Tryggvi Þorsteinsson, Ingrid Kuhlman, Ásgerður Guðmundsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Þóra Valný Yngvadóttir
- StaðsetningNámskeiðslotan verður bæði í námskerfi og staðbundin.
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsfólk Fríhafnarinnar sem á eftir að taka lotur í Fríhafnarskólanum.
- Gott að vita
- MatAð ljúka námskeiðum í námskerfi og 90% mæting á staðbundin námskeið.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttir og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
09.01.2025 | Vínskóli Eymars-framhald, Meiri sala, styttri sölutími, viðskiptamiðuð sölufærni, Verkleg vinna og rétt likamsbeiting, Menningarlæsi, Að hafa gaman í vinnunni. | 00:00 | 00:00 | Eymar Plédel Jónsson, Tryggvi Þorsteinsson, Ingrid Kuhlman, Ásgerður Guðmundsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Þóra Valný Yngvadóttir |