Starf sótthreinsitæknis felur m.a. í sér dauðhreinsun tækja og áhalda á heilbrigðisstofnunum og í fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á brúarnám fyrir verðandi sótthreinsitækna bæði í dagskóla og fjarnámi (dreifnámi). Brúin felur í sér mat á fyrra námi/símenntun og starfsreynslu sem styttir nám til lokaprófs á grundvelli eftirfarandi skilyrða:
- Nemandi hafi náð 22 ára aldri.
- Nemandi hafi að minnsta kosti fjögurra ára starfsreynslu og starfi við sótthreinsun og dauðhreinsun á heilbrigðissviði.
- Nemandi hafi lokið 160 tíma sérhæfðri fræðslu sem nýtist í starfi eða starfstengdum námskeiðum stéttarfélaga eða stofnunar.
Að námi loknu öðlast þátttakendur fullgild réttindi sem sótthreinsitæknar.
Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld í sótthreinsitæknabrú fyrir aðildarfélaga og aðildarfélaga Sveitamenntar og Ríkismenntar.
Nánari upplýsingar um námið við FÁ veitir Kristrún Sigurðardóttir, kennslustjóri, netfang run(hja)fa.is.
- Um brúarnám heilbrigðisritara
- Um heilbrigðisritarabraut
- Umsóknir sendist til Fjölbrautaskólans við Ármúla, Ármúla 12, 108 Reykjavík. Vinsamlega látið fylgiskjöl fylgja umsókn ásamt upplýsingum um stéttarfélagsaðild.