Störf þjónustutækna á heilbrigðisstofnunum og í fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu eru margvísleg; flytja skjólstæðinga innan stofnunar og samskipti við þá, flytja blóð og blóðhluta, sýni og fleira, skrá upplýsingar, koma birgðum á sinn stað, rúmaþjónusta, huga að umhverfisvernd og sýna vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum. Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á brúarnám fyrir verðandi þjónustutækna bæði í dagskóla og fjarnámi (dreifnámi). Brúin felur í sér mat á fyrra námi/símenntun og starfsreynslu sem styttir nám til lokaprófs á grundvelli eftirfarandi skilyrða:
- Nemandi hafi náð 20 ára aldri
- Nemandi hafi að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu og framvísi staðfestingu frá vinnuveitanda um að hann hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu og starfi enn við þau störf sem falla undir þjónustutæknastörf
- Nemandi hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga eða stofnana/fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem hafa það að markmiði að auka kunnáttu og færni í starfi
Að námi loknu öðlast þátttakendur fullgild réttindi sem þjónustutæknar.
Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld í þjónustutæknabrú fyrir aðildarfélaga sína og aðildarfélaga Sveitamenntar og Ríkismenntar.
Nánari upplýsingar um námið við FÁ veitir Kristrún Sigurðardóttir, kennslustjóri, netfang run(hja)fa.is.
- Um brúarnám þjónustutækna
- Um þjónustutæknabraut
- Umsóknir sendist til Fjölbrautaskólans við Ármúla, Ármúla 12, 108 Reykjavík. Vinsamlega látið fylgiskjöl fylgja umsókn ásamt upplýsingum um stéttarfélagsaðild.