Starfsmennt býður reglulega upp á námskeið fyrir þau sem starfa við innkaup, bókhald eða fjármál stofanana. Hér að neðan má finna námskeið á döfinni. 

Ef þig vantar frekari upplýsingar eða þú ert með ábendingar til okkar hvetjum við þig til að hafa samband.

Skoða öll námskeið      |      Skoða upplýsingatækninámskeið      |     Skoða þjónustunámskeið     |     Starfsþróunarráðgjöf

Á námskeiðinu er fjallað um hvað Power BI er ásamt því hvernig mælaborð eru byggð upp í Power BI Desktop. Námskeiðið er aðeins fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða og er þeim að að kostnaðarlausu. Aðrir geta skráð sig hjá Endurmenntun HÍ.
Hefst:
25. febrúar 2025
Kennari:
Ásgeir Gunnarsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu verður fjallað um ákvæði stjórnsýslulaga, kröfur um háttsemi starfsfólks og leiðbeiningarskyldu stjórnvalda. Einnig verður fjallað um skráningu mála og upplýsinga og aðgang að gögnum samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum.
Hefst:
25. febrúar 2025
Kennari:
Valgeir Þór Þorvaldsson
Verð:
19.500 kr.
Tegund:
Streymi

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur sem gilda um ráðningar starfsfólks, t.d. auglýsingaskyldu, veitingarvaldið, málsmeðferð og ákvörðun um ráðningu. Þá verður fjallað um stjórnunarrétt vinnuveitenda og lögmætar ástæður starfsloka. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
06. mars 2025
Kennari:
Valgeir Þór Þorvaldsson
Verð:
58.500 kr.
Tegund:
Streymi

Hvenær á að geyma skjöl og hvenær má farga þeim og hvernig? Grisjun skjala felur í sér að skjöl sem tilheyra tilteknu skjalasafni eru tekin úr safninu og þeim eytt eða fargað samkvæmt viðeigandi reglum að fenginni heimild til grisjunar. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
11. mars 2025
Kennari:
Árni Jóhannsson
Verð:
9.750 kr.
Tegund:
Streymi

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar launaseðill er yfirfarinn til að tryggja að hann sé réttur. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
17. mars 2025
Kennari:
Bjarney Siguðrðardóttir
Verð:
6.500 kr.
Tegund:
Vefnám

Fjallað er um lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi ásamt tilganginum með skjalavörslu og skjalastjórn. Farið er yfir hvað skjal og skjalaflokkur er og hvernig er farið með skjöl í nútímanum og í frágangi til langtímavarðveislu. Bæði er farið yfir skjöl á pappír og skjöl sem haldin eru með rafrænum hætti. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
19. mars 2025
Kennari:
Árni Jóhannsson
Verð:
19.500 kr.
Tegund:
Streymi