Námskeiðin eru ætluð þeim sem koma að kjara- og starfsmannamálum hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Markmiðið er að þátttakendur fái betri innsýn inn í framkvæmd launavinnslu og rammaverk kjarasamninga og starfsmannamála hjá ríki og sveitarfélögum. Einnig er fjallað um mannauðsmál hjá hinu opinbera, meðferð persónuupplýsinga og hæfniþróun starfsfólks.

Námskeiðin byggja m.a. á námi sem var þróað í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga í gegnum samstarfsvettvang Starfsmenntar og hét Launaskólinn.

Á þessu námskeiði verður fjallað um skilgreiningar á erfiðum starfsmannamálum, hvernig best er að taka á þeim og hvernig skal fyrirbyggja að slík mál komi upp. Námskeiðið er aðeins fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða og er þeim að að kostnaðarlausu. Aðrir geta skráð sig hjá Endurmenntun HÍ.
Hefst:
22. janúar 2025
Kennari:
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir og Hildur Halldórsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi form og tíðni starfsmannasamtala. Fjallað verður um helstu þætti sem stuðla að því að starfsmannasamtalið verði árangursríkt. Námskeiðið er aðeins fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða og er þeim að að kostnaðarlausu. Aðrir geta skráð sig hjá Endurmenntun HÍ.
Hefst:
28. janúar 2025
Kennari:
Inga Þórisdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu verður fjallað um líðan, heilsu og öryggi starfsfólks út frá fræðum gæðastjórnunar og vinnuverndar. Námskeiðið er aðeins fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða og er þeim að að kostnaðarlausu. Aðrir geta skráð sig hjá Endurmenntun HÍ.
Hefst:
12. febrúar 2025
Kennari:
Guðrún Ólafsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Reglurnar um réttindi starfsfólks vegna veikinda og slysa eru teknar fyrir. Óvinnufærniskilyrðið er skoðað sérstaklega og farið yfir atriði eins og tilkynningarskyldu starfsfólks, læknisvottorð, rétt til launaðra fjarvista/veikindadaga, heimild til að vinna skert starf (hlutaveikindi) og skilyrði fyrir endurkomu í starf eftir lengri veikindi (starfshæfnisvottorð). Þá er fjallað um rétt til slysatryggingar vegna varanlegrar örorku og dánarbóta.
Hefst:
20. febrúar 2025
Kennari:
Guðný Einarsdóttir
Verð:
19.500 kr.
Tegund:
Streymi

Á námskeiðinu verður fjallað um, frá sjónarhóli starfsfólks og vinnustaða, hvað felst í vellíðan starfsfólks. Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu.
Hefst:
13. mars 2025
Kennari:
Þóra Þorgeirsdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi

Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi form og tíðni starfsmannasamtala. Fjallað verður um helstu þætti sem stuðla að því að starfsmannasamtalið verði árangursríkt. Námskeiðið er aðeins fyrir félagsfólk aðildarfélaga og samstarfssjóða og er þeim að að kostnaðarlausu. Aðrir geta skráð sig hjá Endurmenntun HÍ.
Hefst:
20. mars 2025
Kennari:
Inga Þórisdóttir
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Staðnám

Á námskeiðinu verður fjallað um ákvæði stjórnsýslulaga, kröfur um háttsemi starfsfólks og leiðbeiningarskyldu stjórnvalda. Einnig verður fjallað um skráningu mála og upplýsinga og aðgang að gögnum samkvæmt stjórnsýslu- og upplýsingalögum.
Hefst:
20. mars 2025
Kennari:
Valgeir Þór Þorvaldsson
Verð:
19.500 kr.
Tegund:
Streymi

This course will give you a better understanding of cultural differences. The better you understand people, the better your leadership will be, and you will make better decisions for your organization. Only for members of the unions belonging to Starfsmennt and cooperative funds. Others can sign up at Endurmenntun HÍ.
Hefst:
25. mars 2025
Kennari:
Dr. Arni Thor Arnthorsson
Verð:
Án kostnaðar
Tegund:
Streymi