Náms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjöf miðar að því að efla vitund einstaklinga um styrkleika sína, áhuga, viðhorf og gildi svo þeir geti notið sín betur í lífi og starfi.
Ráðgjafi aðstoðar einstaklinga meðal annars við að átta sig á stöðu sinni og skoða næstu skref varðandi símenntun og starfsþróun ásamt því að bjóða upp á áhugasviðskönnun og skoða nám og námskeið sem getur styrkt viðkomandi. Einnig veitir ráðgjafi aðstoð við ferilskrárgerð og undirbúning fyrir atvinnuviðtal.
Þjónusta náms- og starfsráðgjafa stendur félagsmönnum í aðildarfélögum BSRB til boða og er þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að spjalla við ráðgjafa á skrifstofu Starfsmenntar, í gegnum Teams eða í síma.
Náms- og starfsráðgjafi Starfsmenntar er Ingibjörg Hanna Björnsdóttir.
Panta ráðgjöf
Vinsamlegast fylltu út nafnið þitt, netfang og símanúmer hér að neðan ásamt upplýsingum um hvenær það hentar þér best að við höfum samband við þig.