Áhugasviðskönnun

Samspil áhuga og starfsumhverfis getur spilað lykilhlutverk þegar kemur að starfsánægju fólks.

Áhugasviðskannanir eru fyrst og fremst notaðar til að kortleggja áhugasvið fólks og bæta þannig sjálfsþekkingu þess. 

Náms- og starfsráðgjafi Starfsmenntar notast við Bendill IV, rafræna áhugasviðskönnun sem er hönnuð fyrir fólk á vinnumarkaði.

Farið er yfir niðurstöður með hverjum og einum og skoðaðar til dæmis upplýsingar um nám og störf í framhaldinu.

Upplýsingar um nám og störf má meðal annars finna á vefnum Næsta skref.