Kórónaveirufaraldurinn henti mörgum út í djúpu laugina hvað fjarvinnu og fjarfundi varðar og ljóst að þetta fyrirkomulag er komið til að vera a.m.k. á móti staðbundinni vinnu og fundum.

 

Í þessu stutta myndbandi hér að ofan höfum við hjá Starfsmennt tekið saman nokkur atriði sem gott er að hafa í huga fyrir þau sem skipuleggja slíka fundi sem og þau sem taka þátt í fjarfundi. 

  1. Skrá sig inn tímanlega
  2. Fylgja fundardagskrá
  3. Slökkva á hljóðnema milli þess sem talað er
  4. Kynning
  5. Tala hátt og skýrt
  6. Virkja alla á fundinum
  7. Samantekt í lokin
  8. Kveðja

Nokkur hagnýt atriði þegar unnið er í fjarvinnu
Fjarvinna getur svo sannarlega reynt á og þess vegna eru hér nokkur atriði sem við biðjum þig að hafa í huga:

  • Haltu rútínunni:

Mikilvægt er að halda rútínunni, ekki leyfa sér að hanga yfir enn einum Netflix þættinum heldur að fara að sofa á sama tíma og venjulega og vakna líka á sama tíma og venjulega, drífa sig í sturtu, fá sér morgunmat og hafa sig til fyrir vinnudaginn.

  • Stimplaðu þig inn og út

Byrjaðu daginn á netsamveru, segðu góða daginn við vinnufélagana, farðu yfir verkefni dagsins með samstarfsaðilum og mættu á þá fjarfundi sem eru skipulagðir yfir daginn. Eins er mikilvægt að „stimpla“ sig út að vinnudegi loknum og sinna þá fjölskyldu og einkalífi en láta vinnuna eiga sig.

  • Búðu til sérstakt vinnusvæði

Það er gott að afmarka vinnu og einkalíf eins og hægt er t.d. með því að búa sér til sérstakt vinnusvæði og koma upp kerfi í samvinnu við fjölskylduna um það hvenær þið eruð á fundum eða að sinna sérstökum verkefnum sem þurfa alla athygli ykkar.

  • Settu markmið og haltu utan um verkefnin þín

Settu þér markmið um hvaða verkþáttum þú hyggst ljúka í vikunni. Það hjálpar það til við að halda fókus og eins er gott að hafa yfirlit yfir framvindu verkefna þegar Covid-tímabilinu lýkur. Haldið því utan um verkefnin, skráið hjá ykkur vinnutímana og skapið þannig þetta yfirlit.

  • Hugaðu vel að líkamlegri og andlegri líðan

Á þessum skrýtnu og fordæmalausu tímum er afar mikilvægt að huga vel að líkamlegri og andlegri líðan. Ónæmiskerfið okkar þarf að vera sterkt og þá skiptir máli að hreyfa sig, fá réttu næringuna, sofa nóg og huga einnig að andlegri heilsu. Á vef Virk er hafsjór af góðum ráðum um vellíðan og jafnvægi í lífi og starfi.

Fleiri góð ráð