Hérna reynum við að svara algengum spurningum en ekki hika við að hafa samband við okkur með tölvupósti eða í síma 550 0060 ef þú finnur ekki svarið við þinni spurningu.
Á vefsíðu Starfsmenntar getur félagsfólk BHM með aðild að Starfsþróunarsetri háskólamanna skráð sig á öll námskeið sem í boði eru í þessum skrefum:
- Velja undir Stéttarfélag: Ekkert af neðangreindu/Annað - Vinsamlegast tilgreindu hér fyrir neðan.
- Í reitinn Stéttarfélag - annað á að skrá það aðildarfélag BHM sem viðkomandi tilheyrir. ATH! Ekki nægir að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins.
- Undir greiðsluupplýsingar á að haka í Ég vil fá sendan greiðsluseðil og setja kennitölu Starfsþróunarseturs sem greiðanda, kennitalan er 500611-0730.
Aðildarfélög Starfsþróunarseturs eru:
Dýralæknafélag Íslands
Félag geislafræðinga
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum
Félag íslenskra náttúrufræðinga
Félag leikstjóra á Íslandi
Félag lífeindafræðinga
Félag sjúkraþjálfara
Félagsráðgjafafélag Íslands
Iðjuþjálfafélag Íslands
Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
Ljósmæðrafélag Íslands
Prestafélag Íslands
Sálfræðingafélag Íslands
Stéttarfélag lögfræðinga
Viska (áður Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félag íslenskra félagsvísindamanna)
Þroskaþjálfafélag Íslands
Starfsmennt hefur milligöngu um að halda skyndihjálparnámskeið fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fyrir starfsfólk sem starfar með fötluðum. Slík námskeið eru einungis í boði fyrir starfsfólk SSH þar sem mannauðssjóðir bæjarstarfsmannafélaga hafa samþykkt þessar greiðslur og endurgreiða Starfsmennt því kostnaðinn.
Stjórn Starfsmenntar hefur hins vegar hafnað því að skyndihjálparnámskeið hjá stofnunum verði fjármögnuð af framlagi til Fræðslusetursins en bendir stofnunum á að kanna styrkmöguleika hjá viðeigandi þróunar-, fræðslu- og símenntunarsjóðum.
Mínar síður er lokað svæði sem þú hefur aðgang að. Til að komast inn á Mínar síður þarftu að stofna aðgang og skrá þig inn annað hvort með því að búa til lykilorð eða með því að nota rafræn skilríki í gegnum Island.is.
Á Mínum síðum geturðu
- séð hvaða námskeið þú hefur skráð þig á og fundið upplýsingar, kennslugögn og tilkynningar frá Starfsmennt eða kennara.
- séð hvaða námskeiðum þú hefur lokið hjá Starfsmennt og sótt viðurkenningarskjal til að hlaða niður.
- uppfært upplýsingar um þig undir Stillingar og hlaðið inn mynd af þér.
- afskráð þig af námskeiði ef aðstæður hafa breyst.
- skráð þig á nýtt námskeið.
Á Mínum síðum sérðu yfirlit yfir þau námskeið sem þú hefur lokið og í dálknum lengst til hægri en tengill á viðurkenningarskjalið þitt þar sem stendur Sækja viðurkenningarskjal.
Smelltu á tengilinn og þá birtist skjalið á PDF formi. Þú þarft að prenta skjalið út eða vista það í tækinu þínu.
Engin takmörk eru á því hversu oft hægt er að sækja viðurkenningarskjalið.
Almennt gildir að lokað er fyrir skráningu tveimur virkum dögum áður en námskeið fer fram. Stundum er fresturinn til að skrá sig jafnvel styttri en þetta. Ástæðan er að við þurfum tíma til að sinna umsýslu skráninga og senda þátttakendalista á samstarfsaðila okkar.
Ef þú lendir í vandræðum með að skrá þig, hafðu þá endilega samband við okkur. Leiðirnar eru:
- Hringja í síma 550 0060
- Senda póst á smennt@smennt.is
Svarað er á opnunartíma skrifstofu sem er mánudaga til fimmtudaga kl. 9.00-15.00 og föstudaga kl. 9.00-13.00.
Greiðsluþátttaka er mismunandi eftir því hvort samið hefur verið um greiðslur í kjarasamningum eða samstarfssamningum. Nánar er fjallað um mismunandi samninga og hvernig þeir snerta félagsfólk innan BSRB, BHM og SGS á síðunni Greiðsluþátttaka.
Ef ekkert af því sem fram kemur á síðunni á við um þig skaltu kanna hvort þú getir sótt um styrk hjá starfsmenntasjóðnum þínum fyrir námskeiði hjá Starfsmennt.
Þegar þú skráir þig á námskeið eða inn á Mínar síður en manst ekki lykilorðið þá smellirðu á Gleymt lykilorð. Þú gefur næst upp kennitöluna þína eða netfang og þá færðu sendan hlekk. Þegar þú smellir á hlekkinn birtist texti sem segir þér að þú hafir fengið nýtt lykilorð sent í pósti. Þú notar síðan það lykilorð til skrá þig eða fara inn á Mínar síður. Mjög mikilvægt er að útbúa nýtt lykilorð á Mínum síðum sem þú notar framvegis.
Þegar þú hefur skráð þig inn á Mínar síður á vef Starfsmenntar og ferð í Námskeiðin mín og smellir á eitt námskeið, þá birtist stika fyrir ofan heiti námskeiðsins og eitt af efnisorðunum er Kennslugögn. Þar finnurðu glærur og annað efni af námskeiðinu.
Starfsmennt gerir ekki athugasemdir við þótt einstaklingur sé skráður á fleiri en eitt námskeið á sama tíma nema ef okkur finnst fjöldi námskeiða kominn fram úr hófi og ekki líklegt að þátttakandi nái að ljúka öllum námskeiðunum. Þá er haft samband og málin rædd.
Við mælum ekki með því að einstaklingur skrái sig á nema 1-2 námskeið í senn, bæði til að njóta þess að læra og ljúka náminu, en einnig vegna þess að Starfsmennt greiðir aðeins einu sinni fyrir hvern þátttakanda á hvert námskeið. Ef þú skráir þig á mörg námskeið í einu og hættir svo í einhverju þeirra á miðri leið þá áttu ekki rétt á því að við greiðum sambærilegt námskeið fyrir þig aftur.
Svo hugsaðu þig um áður en þú skráir þig á of mörg áhugaverð námskeið, það er betra að taka eitt í einu og sinna því vel.
Við skráningu þurfa allir að samþykkja skilmála Starfsmenntar bæði um greiðslur og um vinnslu persónuupplýsinga. Við skráningu kemur fram hvernig greiðslufyrirkomulag er, og ef þetta stendur
Verð:
Greitt af Starfsmennt
þá er ekki beðið um kortaupplýsingar en þú þarft engu að síður að samþykkja skilmála varðandi greiðslufyrirkomulag.
Mundu líka að yfirfara allar upplýsingar um þig svo þær séu réttar inni í kerfinu okkar. Þetta er mjög mikilvægt því við notum þessar upplýsingar til að hafa samband við þig í tengslum við námskeiðið.