Bein aðild að Starfsmennt

Starfsmennt er í eigu fjármála- og efnahagsráðuneytis og ýmissa stéttarfélaga innan BSRB. Fræðsla og önnur þjónusta Starfsmenntar er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu en ýmis námskeið eru opin öðrum gegn gjaldi. 

Starfsfólk ríkisstofnana sem jafnframt er félagsfólk í eftirtöldum stéttarfélögum innan BSRB á beina aðild og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt þar sem samið hefur verið um greiðslur í kjarasamningum:

  • Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
  • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
  • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
  • Félag starfsmanna stjórnarráðsins
  • Kjölur - stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
  • Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu
  • Starfsmannafélag Garðabæjar
  • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
  • Starfsmannafélag Húsavíkur
  • Starfsmannafélag Kópavogs
  • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
  • Starfsmannafélag Suðurnesja 
  • Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Starfsfólk Reykjavíkurborgar og ýmissa sjálfseignarstofnana, sem jafnframt er félagsfólk í Sameyki, á beina aðild á grundvelli kjarasamninga og þar með fullan aðgang að námi og þjónustu hjá Starfsmennt. 

Sjá umfjöllun um hverjir aðrir eiga rétt á þjónustu án kostnaðar og greiðsluþátttöku ýmissa sjóða í námi á vegum Starfsmenntar á síðunni Hverjir eiga rétt - hver greiðir?