Fjölbreytt úrval tölvu- og upplýsingatækninámskeiða
Varstu búin að kynna þér fjölbreytt úrval tölvu- og upplýsingatækninámskeiða sem þú getur stundað á þínum forsendum. Hvort sem þú þarft að efla grunnfærni þína í almennri tölvunotkun eða dýpka þekkingu þína á sérhæfðari sviðum, þá finnur þú námskeið við þitt hæfi. Skráning á námskeiðin er opin til 18. desember en þú getur byrjað þegar þér hentar - einfalt og þægilegt!
Sumarlokun og fræðsluhlaðborð haustannar
Skrifstofa Starfsmenntar verður lokuð dagana 15. júlí - 6. ágúst en hægt er að nálgast fræðsluhlaðborð haustsins sem svignar undan áhugaverðum og hagnýtum námskeiðum á vefsíðunni okkar
Námslínur fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu og umönnunargreinum
Í haust bjóðum við uppá tveggja og þriggja mánaða langar námslínur fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu og umönnunargreinum sem henta vel með starfi.
Ný spennandi og áhugaverð námskeið og fræðsluerindi í apríl
Í apríl bætum við í úrvalið hjá okkur og bjóðum uppá ný og spennandi námskeið og fræðsluerindi
Námskeið um kjara- og starfsmannamál fyrir stjórnendur, mannauðsfólk og launafulltrúa
Starfsmennt býður uppá úrval námskeiða um kjara- og strafmannamál
Hátíðarkveðja Starfsmenntar
Fræðslusetrið Starfsmennt óskar þér gleðilegrar hátíðar og farsæls fræðslustarfs á komandi ári!
Viltu auka stafræna hæfni þína?
Skráðu þig á tölvu- og upplýsingatækni námskeið Starfsmenntar fyrir 18.desember. Þú getur hafið og stundað námið þegar þér hentar :)
Námsskrá Launaskólans tekin úr umferð en námskeiðin áfram í boði
Ákveðið hefur verið að taka námsskrá Launaskólans úr umferð og því verður ekki boðið upp á námskeiðin sem samhangandi námsleið. Námskeiðin verða engu að síður áfram í boði en birtast sem sjálfstæð námskeið og verða flokkuð í samræmi við innihald.
Evrópska starfsmenntavikan 2023
Evrópska starfsmenntavikan stendur yfir vikuna 23.-27. október. Hún er haldin ár hvert og er markmiðið að kynna hvernig starfsnám og starfsþjálfun geta nýst til að efla fólk og bæta færni sem bæði nýtist á vinnumarkaði og á persónulega sviðinu.
Starfsemin 24. október
Starfsfólk Starfsmenntar tekur þátt í Kvennaverkfallinu 24. október og þess vegna verður þjónustan skert þennan dag. Ef þú átt erindi við okkur biðjum við þig um að senda tölvupóst á smennt@smennt.is en ekki búast við svari fyrr en degi síðar. Þá verður hvorki svarað í síma né tekið á móti gestum í húsnæði Starfsmenntar þennan dag.
Kíktu við hjá okkur á Mannauðsdeginum í Hörpu 6. október nk.
Mætir þú á Mannauðsdaginn? Starfsmennt verður þar með bás og tekur vel á móti gestum og gangandi. Kíktu við og spjallaðu við okkur til að finna réttu fræðsluna fyrir fólkið þitt!
Aukið samstarf við Starfsþróunarsetur háskólamanna
Starfsmennt og Starfsþróunarsetur háskólamanna gerðu í lok september með sér samning sem heimilar félagsfólki, sem á rétt hjá Starfsþróunarsetrinu og starfar hjá ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum, að sækja námskeið og annars konar fræðslu á vettvangi Starfsmenntar.
Fræðsla er ein helsta forvörnin gegn fordómum
Við erum ekki alltaf fyllilega meðvituð um fordóma okkar og hvernig þeir geta leitt til þess að við hegðum okkur öðruvísi gagnvart sumum hópum en öðrum. Það er á ábyrgð hvers og eins okkar að leita okkur þekkingar og uppræta eigin fordóma.
Sumarlokun 17. júlí - 7. ágúst
Skrifstofa Starfsmenntar verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 17. júlí til og með 7. ágúst.
Ársskýrsla ársins 2022
Ársskýrsla Starfsmenntar fyrir árið 2022 er komin út á rafrænu formi.